Frá 1. janúar 2011 eru dómsmálagjöld við meðferð einkamála fyrir Hæstarétti sem hér segir:

1. Gjald fyrir kæru er kr. 50.000 og greiðist til héraðsdómstóls. 

2. Gjald fyrir áfrýjunarleyfi kr. 50.000.

3. Gjald fyrir áfrýjunarstefnu er: 
  • Þegar áfrýjunarfjárhæð er allt að kr. 3.000.000 er gjaldið kr. 25.000.
  • Þegar áfrýjunarfjárhæð er kr. 3.000.000 - 30.000.000 og þegar krafist er viðurkenningar á réttindum og eða skyldum er gjaldið kr. 50.000.
  • Þegar áfrýjunarfjárhæð er kr. 30.000.000 – 90.000.000 er gjaldið kr. 130.000. 
  • Þegar áfrýjunarfjárhæð er 90.000.000 – 150.000.000 er gjaldið kr. 200.000.
  • Þegar áfrýjunarfjárhæð er 150.000.000 eða hærri er gjaldið kr. 300.000


4. Gjald fyrir þingfestingu er kr. 25.000.

 

Gjöld greiðast ekki í eftirfarandi málum:

1. Málum til innheimtu vinnulauna.
2. Barnfaðernismálum.
3. Málum til vefengingar á faðerni barns.
4. Lögræðissviptingarmálum.
5. Kjörskrármálum.
6. Einkarefsimálum.
7. Gjafsóknarmálum að því leyti sem gjald yrði lagt á gjafsóknarhafa.
8. Forsjármálum.
9. Afhendingarmálum sbr. lög nr. 160/1995.
(Lög um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl.)